32. fundur matsteymis

Matsteymi 032 fundur 

5. apríl  2022

Mættir:

Sigurður Þór Ágústsson, Lára Helga Jónsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir.  

 

 

  1. Gæðaviðmið um frístundastarf.

Ákveðið birta leiðarljós um frístundastarf á heimasíðu og að kalla eftir skoðunum og ábendingum foreldra á frístundastarfinu.

  1. Haldið áfram innra mati samkvæmt 3 ára áætlun

    1. 1.1 Samvirkni í stefnumótun

      1. Ákveðið að skólastjórnendur fundi með kennurum hvers bekkjar til að fylgja eftir yfirferð á skólanámskrá. Í fyrstu umferð verður fundað með kennurum bóklegra greina.

      2. Matsteymi hefur verið útvíkkað einu sinni á árinu en gert er ráð fyrir að það sé gert 2-4 sinnum. Matsteymið verður kallað saman þegar skýrsla fyrir skólaárið 21-22 verður tilbúin.

 

Ekki tekið á dagskrá:

  1. Innleiðing á jákvæðum aga. Rætt um innleiðingu og það að eftirfylgni er ekki nægjanleg. Rætt um þá hugmynd að setja niður fasta kennarafundi til að fylgja eftir innleiðingu. Lagt til að fastir kennarafundir til innleiðingar á jákvæðum aga verði 14:40 - 15:10 á miðvikudögum. Hver fundur ákveður næsta fund, hvort allir mæti saman eða unnið í minni hópum , t.d eftir stigum. Verkefni funda verður handbókin og eftirfarandi:

  • Hver eru markmiðin?

  • Hvaða leiðir förum við til að ná markmiðum? (Starfsfólk, nemendur)

  • Hvaða viðmið höfum við um árangur innleiðingar?