- HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
- Eyðublöð
- Nám & kennsla
- Nemendur og foreldrar
- STEFNUR OG ÁÆTLANIR
- Menntastefna Húnaþings vestra
- FRÆÐSLUEFNI
31. nemendaráðsfundur 21.02. 2020
Fundinn sátu: Daníel 5.b., Indriði Rökkvi 6.b, Fróði 7.b, Eyrún 8.b, Orri 9.b, Hilmir og Jónas 10.b SÓ, Ásdís og Guðmundur Grétar 10.b SR.
1) Öskudagur: Sumir bekkir búnir að ákveða búninga, aðrir að vinna í því. Óánægja hjá sumum nemendum að þurfi að vera keppni. Segja að bekkjarþemu vinni alltaf keppnina en oft erfitt að fá allan bekkinn til að samþykkja einhvern einn búning. Rætt að bekkir eigi líka að geta unnið þó að séu ekki allir eins, bara að allir í bekknum séu í búningi. Einnig rætt að ef væri ekki keppni þá væri hætta á að minni stemming yrði fyrir því að fara í búning.
2) Umgengni um skólann, borðtennisborð og fótboltaspil: Rætt um almenna umgengni í frímínútum, borðtennisspaðar endast t.d mjög stutt. Nemendafélag kom með hugmynd að kaupa öðruvísi spaða, sem eru ekki með gúmmíi því það losnar svo auðveldlega. Einnig rætt að einokun á sér oft stað hjá eldri drengjum á borðtennisborði. Mikilvægt að stytta leikina svo sem flestir fái að spila. Prufa á að færa fótboltaspil hjá borðtennisborði svo að minni læti séu á gangi fyrir framan stofur á unglingastigi og einnig til að yngri nemendur fái tækifæri til að spila fótboltaspil.
Fleira ekki tekið fyrir.
Athugasemdir við fundargerð berist til skólastjórnenda
Vigdís Gunnarsdóttir
Kirkjuvegi 1
Sími 455-2900 Frístund: 895-2915 |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455-2900 / grunnskoli@skoli.hunathing.is