Skólastefna

Skólastefna Húnaþings vestra
Á vordögum 2006 var samþykkt svohljóðandi skólastefna fyrir Húnaþing vestra;

Markmið skólastarfs í Húnaþingi vestra er að læra að virða okkur sjálf, aðra og umhverfi okkar. Bjóða skal nemendum nám við sitt hæfi með fjölbreyttum námsleiðum samkvæmt gildandi námskrá fyrir hvert skólastig.

Stuðla skal að heilbrigðu sjálfstrausti og veita tækifæri til að vera virkur þátttakandi sem víðast í samfélagi okkar.


Leiðir: 
• Að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda í námi.
• Að skapa aðstæður og umhverfi þar sem nemandanum líður vel og hann getur notið sín og þroskað þá hæfileika sem hann býr yfir.
• Að glæða áhuga nemenda á verkefnum lífsins.
• Að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum.
• Að brúa bilið milli skólastiga með gagnkvæmum heimsóknum.
• Að nemendur upplifi tónlistar- og söngmenningu í okkar samfélagi.
• Að á leikskólastigi sé frjálsum leik gefið nauðsynlegt rými.
• Að auka skilning og virðingu við reglur samfélagsins og heilbrigða lífssýn.
• Að meta reglubundið nám og vinnu nemenda með viðeigandi hætti fyrir hvert skólastig.
• Að veita hrós og umbun en gagnrýna af sanngirni.
• Að stuðla að jákvæðum metnaði og ábyrgð.
• Að efla gott samstarf milli heimila og skóla.

Einkunnarorð: Góður skóli – Gjöful framtíð