Verklag vegna aflýsingar á skólahaldi eða skólaaksturs.
Skólastjóri ákveður í samráði við aðstoðarskólastjóra, sveitarstjóra, sviðsstjóra og leikskólastjóra að kvöldi hvort aflýsa þurfið skólaakstri eða skólahaldi næsta dag vegna viðvarana sem Veðurstofa Íslands gefur út.
Gul viðvörun - metið hvort skólaakstur verður
Appelsínu - metið hvort skólar séu opnir
Rauð viðvörun - skólar lokaðir.
Ávallt er farið að fyrirmælum Almannavarna.
Við mat á viðvörunum er tekið tillit til ástands vega m.t.t. hálku eða ófærðar, úrkomu og vindstyrks.
-
Ef skólaakstri er aflýst setur skólastjóri tilkynningu á heimasíðu og facebook síðu skólans. Einnig er sendur tölvupóstur og sms á foreldra sem eiga börn í skólaakstri og á alla starfsmenn.
-
Samsvarandi tilkynningar eru sendar ef ákveðið er daginn áður að skólabílar aki heim fyrr en áætlun segir til um.
-
Ef skólahaldi er aflýst setur skólastjóri tilkynningu á heimasíðu og facebook síðu skólans. Einnig er sendur tölvupóstur og sms á alla foreldra og á alla starfsmenn.
Ef skólaakstri hefur ekki verið aflýst en skólabílstjóri metur aðstæður ekki öruggar að morgni með tilliti til skólaaksturs ákveður skólabílstjóri hvort hann aflýsi akstri á viðkomandi leið. Þá lætur hann foreldra á viðkomandi leið vita og tilkynnir skólastjóra/aðstoðarskólastjóra um ákvörðun sína.
Ef skóla er aflýst á miðjum skóladegi setur skólastjóri tilkynningu á heimasíðu og facbook síðu skólans. Einnig er sendur tölvupóstur og SMS á foreldra. Ef foreldrar eru beðnir um að sækja nemendur vegna veðurs er það nánari tilgreint á heimasíðu, facebook síðu, í tölvupósti og með sms.
Samþykkt á 207. fræðsluráðsfundi.