Söngur, lagasmíðar og garageband

 

 

 

Unnið verður með söngröddina, þar sem vinsæl  samtímalög verða æfð og kennt verður að hljómsetja lög í garageband og taka upp.

Farið verður einnig í laga og tónsmíðar í garageband, hvernig gera má tónlistarhljóðbúta til að nýta í oðrum forritum og bæði hvernig þrástef og hljóðbútar eru nýtt í uppbyggingu raftónlistar í lögum og einnig textasmíð og sköpun laglínu og hljómsetning við laglínu og texta og algengustu form dægurlagsins skoðuð.

Lokaafurð er að semja eigið lag og flytja á tónleikum unnið er ýmist í litlum hópum eða með einstaklingum eftir óskum nemenda og fínt er að koma með heyrnartól með míkrófón sem hægt er að tengja við spjaldtölvur ef nemendur eiga slíkt.  Æskilegt er að nemandi geti  og vilji taka upp söng eða rapp eða vinni í hóp með samnemanda sem er hæfur söngvari eða getur beitt rödd sinni í upptöku. 

Hámark 14 nemendur.

Kennari:   Elín Halldórsdóttir