Metið val

 

Nemendur geta fengið metið val 1-2 klukkustundir á viku að því gefnu að þeir séu í skipulögðu starfi utan skólatíma. Má þar t.d. nefna íþróttaiðkun, listnám, félagsstarf, vera á vinnumarkaði o.fl. Velji nemendur metið val skulu foreldrar og/eða forráðamenn senda tölvupóst á skólastjórnendur þar sem tekið skal fram hvað meta skal og fá samþykki fyrir því.

 

Umsjón: Skólastjórnendur