Íslenskar kvikmyndir

 

Nemendur horfa á og kynnast nokkrum íslenskum kvikmyndum frá ýmsum tímum (ca. 1980-2020). Um er að ræða bæði áhorf og umfjöllun um myndirnar. Fjallað verður um menningarlegar breytingar sem orðið hafa á tímabilinu og birtast m.a. í efnistökum, tungumáli, umhverfi og klæðaburði persóna. Nemendur fá tækifæri til að ræða saman um myndirnar og koma skoðun sinni á framfæri.

 Kennari: Sara Ólafsdóttir