Hlaup og þrek

Hér er stefnan að mynda eins konar hlaupahóp/a þar sem við skokkum saman og vinnum með aðrar þrek- og styrktaræfingar. Bæði er hægt að líta á valgreinina sem heilsubót og hlaupin þá fyrst og fremst sem skemmtiskokk en einnig geta þeir nemendur sem vilja styrkja og byggja markvisst upp sinn hlaupagrunn fengið leiðsögn og aðstoð við markmiðssetningu svo þeir geti í kjölfarið skipulagt eigin hlaupa- og þrekþjálfun.

Athugið að kennslan fer að mestu fram úti og hugmyndin er að kynna nemendur bæði fyrir götu- og utanvegahlaupum.

Auk þess að hlaupa saman verður farið yfir ýmis atriði varðandi hlaup og þrekþjálfun, s.s. stigvaxandi æfingaáætlanir, fatnað og hentugan búnað til æfinga, næringu, tæknileg atriði (s.s. varðandi hlaupastíl, öndun), hentugar hlaupaleiðir o.fl.

Kennari: Sara Ólafsdóttir