Fingrasetning og ritvinnsla

 

Í þessari valgrein er annars vegar unnið með þjálfun í réttri fingrasetningu og hins vegar ýmis hagnýt atriði varðandi ritvinnslu og uppsetningu á texta í docs. Má þar m.a. nefna atriði sem nauðsynlegt er að kunna við ritgerðasmíði, s.s. að útbúa forsíðu, efnisyfirlit og heimildaskrá, setja inn blaðsíðutal, kaflafyrirsagnir, staðsetja myndir í texta og hvernig á að breyta stærð, útliti og línubili texta. Einnig verður farið yfir helstu atriði í heimildaritun, þ.e. meðferð og skráningu heimilda í eigin texta en það ætti að nýtast nemendum þegar þeir fara að vinna heimildaritgerðir í framtíðinni.

Kennari: Sara Ólafsdóttir