WHO skil­grein­ir tölvu­leikjafíkn sem geðrösk­un

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) hef­ur nú skil­greint tölvu­leikjafíkn sem nýja teg­und af geðrösk­un í ell­eftu út­gáfu stofn­un­ar­inn­ar á Alþjóðleg­um skil­grein­ing­um sjúk­dóma, bet­ur þekkt sem ICD.

Sam­kvæmt dr. Vla­dimir Poznyak, starfs­manni geðheilsu­sviðs WHO, eru þrjú meg­in­ein­kenni sem leita má að við grein­ingu á tölvu­leikjafíkn eða „gaming disor­der“ sam­kvæmt skil­grein­ingu WHO. Fyrst og fremst taka tölvu­leik­ir yfir aðrar gjörðir dag­legs lífs þar til þær eru komn­ar í auka­hlut­verk. Ef um er að ræða tölvu­leikjafíkn er slík hegðun viðvar­andi og sí­end­ur­tek­in. Að lok­um leiðir sú hegðun til veru­legr­ar skerðing­ar á einka- og fjöl­skyldu­lífi og námi eða starfi. Áhrif­in geta oft verið gríðarlega mik­il og sýnt sig í slæmu svefn­mynstri, vand­ræðum með mataræði og lé­legu lík­am­legu formi.

Sam­kvæmt vef CNN eru ein­kenni tölvu­leikjafíkn­ar í gróf­um drátt­um lík ein­kenn­um vímu­efnafíkn­ar eða fjár­hættu­spilafíkn­ar. Til þess að greina tölvu­leikjafíkn þarf sjúk­ling­ur­inn, sam­kvæmt skil­grein­ingu ICD, að hafa sýnt viðvar­andi ein­kenni rösk­un­ar­inn­ar í tólf mánuði. Poznyak legg­ur áherslu á að rösk­un­in er sjald­gæf og lang­flest­ir tölvu­leikja­áhuga­menn sem eyða jafn­vel heil­um klukku­stund­um við tölv­una á dag falli þó ekki und­ir tölvu­leikjafíkla. Enn frem­ur seg­ir hann mik­il­vægt að átta sig á því að um er að ræða klín­ískt ástand sem aðeins hæf­ir heil­brigðisaðilar eru fær­ir um að greina.

 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/06/18/who_skilgreinir_tolvuleikjafikn_sem_gedroskun/