Erasmus-hópurinn fór til Danmerkur

Sólrún og Sara, Herborg Gróa, Ronja Dís, Bríet Anja og Emelía Íris frá Grunnskóla Húnaþings vestra fóru til Hobro í Danmörku 15. - 20. desember síðastliðinn. Markmiðið var að taka þátt í Erasmus verkefni sem gengur út á að búa til kennsluefni um loftslagsbreytingar. Auk okkar skóla taka skólar frá Danmörku og Tyrklandi þátt í verkefninu.
 
Ferðalagið var alls konar, mikið labb og fullt af brekkum og rigningu fyrsta daginn. Annan daginn var hlustað á fyrirlestur um orkunýtingu og unnið að verkefninu með hlutverkaleikum. Þann þriðja var verið í verkefnavinnu, svo var ferðast til Aarhus og den Gamle by skoðaður og stelpurnar fengu sér rúnt í hestvagni. Fjórða daginn var verið í vinnu tengdri verkefninu og við fengum kynningu um orkugarða og skoðuðum orkugarð sem samanstendur af vindmyllum og sólarsellum. Fimmta daginn var þéttskipuð dagskrá og fyrirlestrar meðal annars um danska menningu og sjálfbærni. Síðasta kvöldið elduðu allir saman úr matvörum sem átti að henda úr verslunum því þær voru komnar á síðasta söludag - Skemmtileg reynsla...
Heilt yfir gekk ferðin mjög vel og var fræðandi og lærdómsrík á margan hátt.