Tónlistarskóli

                           Tónlistarskóli Húnaþings Vestra – Fundargerð

3. Fundur, 28. September frestaðist vegna veðurs en var haldinn þriðjudaginn 5. október 2021 kl.15:00

Mættir voru María Gaskell, Guðmundur Hólmar Jónsson og Ólafur Einar Rúnarsson.

                                                             Dagskrá:

  1. Tilkynningar (starfsdagur, viðtalsdagur, aðalfund f- og vf og fl.)

Rætt var um starfsdag 8. Október í Ásbyrgi. María ætlar að fara, Óli ætlar að skoða það en Guðm. Hólmar kemst ekki.

Viðtalsdagur mánud. 11 okt, samþykkt að kenna þann dag og taka viðtalsdag seinna.

Aðalfundur Foreldra og Vinafélags tónlistarskólanum verður haldinn fimmtud. 7. Október kl 17:00. María verður með.

Næsti kennarafundur áætlaður mánud. 8. Nóv kl. 18:00  

  1. Svæðisþing – viðbrögð

Rætt um haustþing tónlistarkennara og starfsfólk er almennt ánægt með haustþingið 2021. Ólafur talar um mikilvægi tónfræðikennslu og ítrekar mikilvægi hliðargreina í tónlistarskólanum.

  1. Starfsáætlun 2022

María talar um starfsáætlun og samþykkt var að skoða nánar á næstu fundur. Það verði sameiginleg vinna við framtíðar starfsáætlanir.

  1. Kveðjukvöld Sóllands

María kom með hugmynd um að halda litla tónleika, kaffi, ljósmyndarsýning og ræðuhold, hafa þetta freka lágstefnt og kósi. Tímaasetning er frekar óráðin (mánud. 25. október samt liklegast). Rætt um að koma búsáhöldum sem skólinn á i verð eða gefa. Einnig rætt hvernig og hvenær við flytjum í nýtt húsnæði.

  1. Önnur mál fleiri var ekki tekin fyrir. Fundi slitið kl. 16:25