Tímabundið starf í skólanum

 

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laus tímabundin staða stuðningsfulltrúa sem starfar á öllum stigum og í frístund, 100% starf. 

Við leitum að einstaklingi með:

  • Áhuga á að starfa með börnum

  • Góða íslenskukunnáttu

  • Lipurð í mannlegum samskiptum

  • Skipulagshæfileika

  • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi 

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun nóvember 2021 til og með 1. júní 2022.

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru öll kyn hvött til að sækja um starfið. Upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans.

Umsóknarfrestur er til 29. október 2021. Umsóknir skulu berast rafrænt á siggi@skoli.hunathing.is 

Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri  í síma 455-2900 / 862-5466.