Tímabundið 100% starf umsjónarmanns frístundar

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laust tímabundið 100% starf umsjónarmanns frístundar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf þann 18. nóvember 2019 og starfað allt til 1. ágúst 2020. Starfið er 50% starf umsjónarmanns og 50% stuðningur/gæsla.

Við leitum að einstaklingi með:

  • Áhuga á að starfa með börnum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfileika
  • Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
  • Gott vald á íslensku skilyrði

 

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi Samtöðu og SNS. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störfin. Upplýsingar um skólastarfið má finna www.grunnskoli.hunathing.is.

Umsóknafrestur er til framlengdur 21. október 2019. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið siggi@hunathing.is

Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri í síma 455-2900 / 862-5466.