Textíl í 1. bekk

Nemendur í 1.bekk hafa verið að gera ýmislegt sem þjálfar fínhreyfingar. Snúa snúrur, hnýta rembihnúta, þræða perlur og teikna og lita á efni. Fengin verður liðsauki frá eldri nemendum til að sauma svolítið úr efnunum. Efnið sem þau eru að myndskreyta eru gamlar myrkvunargardínur.