Störf við Grunnskóla Húnaþings vestra næsta vetur.

Á næstu vikum verða auglýst störf við Grunnskóla Húnaþings vestra fyrir starfsárið 2019-2020. Um er að ræða stöður kennara, þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa. Bæði verður um tímabundin störf að ræða og fastar stöður.

Fylgist með heimasíðunni ef þið hafið áhuga á að vinna með börnum og samkvæmt jafnréttisáætlun skólans eru bæði kynin hvött til að sækja um.

 

Skólastjóri