Skólabyrjun 2021

Skólabyrjun 2021

Í ljósi samkomutakmarkana er því miður ekki hægt að hafa skólasetningu með hefðbundnu sniði. Skóli hefst því samkvæmt stundaskrá kl. 8:20 föstudaginn 27. ágúst. Umsjónarkennarar munu taka á móti nemendum sínum og fylgja þeim í kennslustofur sínar þar sem þeir fá afhenta stundaskrá. 

  • Nemendur 1. - 5. bekkjar ganga inn frá Kirkjuvegi föstudaginn 27. ágúst.

  • Nemendur  6. - 10. bekkjar ganga inn að sunnan föstudaginn 27. ágúst.

  • Allir nemendur ganga inn um nýjan aðalinngang að vestan mánudaginn 30. ágúst.

Skólastjórnendur munu  bjóða nemendur velkomna.  Nemendur og foreldrar í 1. bekk fá úthlutað viðtalstíma hjá umsjónarkennara dagana 25. og 26. ágúst. 

Stundatöflur verða aðgengilegar á mentor.is frá og með fimmtudeginum 26. ágúst. 

 

Nemendur í 8.  - 10. bekk eiga nú að hafa lokið við að skrá sig rafrænt í valgreinar fyrir komandi skólaár. Eins og verið hefur er einnig í boði að taka metið val 1-2 klst. á viku (t.d. íþróttir, leiklist og annað sem stundað er reglulega). Ef óskað er eftir því eru foreldrar beðnir um að senda tölvupóst á netfangið eydisbara@skoli.hunathing.is þar sem einnig þarf að taka fram hvað á að meta. Hagnýtar upplýsingar

 

Námsgögn

Skólinn sér um öll námsgögn fyrir nemendur í 1. - 10. bekk þeim að kostnaðarlausu (stílabækur, ritföng, reiknivélar o.fl.) Foreldrar þurfa samt sem áður að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði ásamt ritföngum til afnota heima fyrir. Athugið að nemendur á unglingastigi útvega sjálfir skriffæri og það sem þarf í pennaveskið. 

 

Skólaakstur

Á heimasíðu skólans má finna upplýsingar um tímatöflur skólabifreiða. Upplýsingarnar eru uppfærðar um leið og bílstjórar hafa sent inn nýjar tímatöflur. Skólabílstjórar hafa samband við heimili áður en akstur hefst um nánara fyrirkomulag fyrir nýja nemendur og við aðra ef um breytingar er að ræða frá fyrra ári. Ef eitthvað er óljóst er bent á að hafa samband við viðkomandi skólabílstjóra.

 

Starfsfólk og bekkir

 

Skipulag innan skólans verður með þeim hætti að 4. bekkur verður með stofu á 3. hæð, 1. , 2., 4. og 5. bekkur á 2. hæð og 6. – 10. bekkur á jarðhæð, 8. – 10. bekkur í norðurálmu. Umsjónarkennarar verða: 1. bekkur – Lára Helga Jónsdóttir, 2. bekkur – Pálína Fanney Skúladóttir, 3. bekkur – Eydís Ósk Indriðadóttir þar til Ingibjörg Markúsdóttir hefur lokið fæðingarorlofi, 4. bekkur – Ellý Rut Halldórsdóttir, 5. bekkur – Guðrún Helga Magnúsdóttir þar til Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir hefur lokið fæðingarorlofi, 6. bekkur – Ragnheiður Sveinsdóttir, 7. bekkur – Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir, 8. bekkur – Margrét Hrönn Björnsdóttir, 9. bekkur – Jóhann Albertsson, 10. bekkur – Sara Ólafsdóttir. Búið er að manna skólann fyrir veturinn og verður starfsfólk skólans eftirfarandi:

 

 

 

Aðalsteinn Grétar Guðmundsson

Kennari

Arnar Svansson

Stuðningur/gæsla

Ásgeir Hannes Aðalsteinsson

Kennari

Borghildur Heiðrún Haraldsdóttir

Stuðningur/gæsla

Dagrún Sól Barkardóttir

Stuðningur/gæsla

Elísabet L Sigurðardóttir

Matsalur

Ellen Mörk Björnsdóttir

Kennari

Ellý Rut Halldórsdóttir

Kennari

Eydís Bára Jóhannsdóttir

Aðstoðarskólastjóri

Eydís Ósk Indriðadóttir

Stuðningur/gæsla

Fjóla Þórisdóttir

Stuðningur/gæsla

Gréta Kristín Róbertsdóttir

Stuðningur/gæsla

Guðrún Helga Magnúsdóttir

Umsjónarmaður frístundar

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir

Kennari (í fæðingarorlofi)

Gunnar Leifsson

Kennari

Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Stuðningur/gæsla

Helga Sigurhansdóttir

Ritari

Hulda Signý Jóhannesdóttir

Stuðningur/gæsla

Ingibjörg Markúsdóttir

Kennari (í fæðingarorlofi)

Ingveldur Ása Konráðsdóttir

Þroskaþjálfi (í fæðingarorlofi)

Jóhann Albertsson

Kennari

Kristín Ólöf Þórarinsdóttir

Kennari

Laura Ann Howser

Kennari

Lára Helga Jónsdóttir

Kennari

Liljana Milenkoska

Skólahjúkrunarfræðingur

Luis A. F. Braga De Aquino

Stuðningur/gæsla

Magnús V. Eðvaldsson

Kennari

Malin Maria Persson

Stuðningur/gæsla

Margrét Hrönn Björnsdóttir

Kennari

Najeb Mohammad Alhaj Husin

Skólaliði

Oddný Helga Sigurðardóttir

Kennari

Pálína Fanney Skúladóttir

Kennari

Pálmi Geir Ríkharðsson

Kennari

Ragnheiður Sveinsdóttir

Kennari

Rannveig Aðalbj. Hjartardóttir

Stuðningur/gæsla

Sara Ólafsdóttir

Kennari

Sigríður Elva Ársælsdóttir

Stuðningur/gæsla

Sigrún Eva Þórisdóttir

Matsalur

Sigurður Þór Ágústsson

Skólastjóri

Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir

Kennari

Sveinn Ingi Bragason

Húsvörður

Valdimar H. Gunnlaugsson

Stuðningur/gæsla

Vera Bungarten

Skólaliði

Vigdís Gunnarsdóttir

Félagsráðgjafi

Viktor Ingi Jónsson

Stuðningur/gæsla

Ylfa Jean Ómarsdóttir

Stuðningur/gæsla

Þórunn Þorvaldsdóttir

Sérkennari

 

 

 

 

Svefn

Mikilvægt er að nemendur fái nægan svefn og hvíld. Séu þau ekki útsofin og hvíld geta þau ekki notið kennslunnar né sinnt því starfi sem fram fer í skólanum. Þau verða pirruð og þreytt og námsefni fer fyrir ofan garð og neðan. 

Hæfilegur svefntími er talinn

  • Fyrir 5 – 8 ára börn 10 -12 klst. á sólarhring

  • Fyrir 9 – 12 ára börn 10 – 11 klst. á sólarhring

  • Fyrir 13 – 15 ára börn 9 – 11 klst. á sólarhring

 

Skápar fyrir nemendur

Nemendur í 8. – 10. bekk fá úthlutað nemendaskáp frá skólabyrjun til skólaloka. Nemandinn útvegar sjálfur lás til að læsa sínum skáp.  Nemandi ber sjálfur ábyrgð á sínum lás.

 

 

Notkun reiðhjóla, hlaupahjóla, hjólabretta og línuskauta

Skólinn ber ekki ábyrgð á hjólum og hlaupahjólum sem nemendur koma á í skólann. Öll mál sem tengjast skemmdum á reiðhjólum/ hlaupahjólum verða foreldrar að gera upp sín í milli. Ekki er heimilt að geyma hjól/ hlaupahjól inni í skólanum.  Öll notkun á þessum tækjum er bönnuð í frímínútum. Óheimilt er að mæta á línuskautum, hjólabrettum og rúlluskóm í skólann. Nemendur mega ekki koma á hjólum í skólann nema með hjálm.

 

Óskilamunir

Í skólanum safnast mikið af óskilamunum, þar á meðal vandaðar og óslitnar flíkur af yngri jafnt sem eldri nemendum. Ef fatnaður eða aðrar eigur nemenda skila sér ekki heim geta foreldrar komið og fengið að skoða óskilamuni.  Mikilvægt er að merkja allar flíkur nemenda, skófatnað jafnt sem annað. Viku eftir skólaslit er óskilamunum sem ekki hafa verið sóttir komið til Rauða krossins

 

Frístund

Börn í 1.- 4. bekk skólans eiga kost á að dvelja í Frístund eftir skólatíma dag hvern til kl. 16:00.  Foreldrar nemenda í 5. og 6. bekk geta einnig sótt um vistun innan starfstíma skóla í frístund ef fjöldi leyfir. Frístund starfar einnig alla aðra virka almanaksdaga ársins (nema á skólaslitum, skólasetningu og v. endurmenntunar) frá kl. 8:00 – 16:00. Sumarfrí Frístundar er sambærilegt og sumarfrí leikskólans Ásgarðs ár hvert. 

Sótt er um Frístund á eftirfarandi slóð: https://grunnskoli.hunathing.is/is/eydublod/umsokn-um-fristund

 

Í jólafríi og páskafríi þarf að sækja um Frístund, fyrir 1. desember í jólafríi og 15. mars í páskafríi. Enginn skráist sjálfkrafa í vistun þessa daga og ef enginn er skráður er Frístund lokuð.
Skrá þarf börn í Frístund fyrir allan veturinn rafrænt á heimasíðu skólans sem tilgreinir hvaða daga  á að nota. Börn geta ekki byrjað í Frístund fyrr en skráningarblaði hefur verið skilað. Vistun í frístund miðast við mánaðamót, breytingar þurfa að berast fyrir 15. hvers mánaðar til að þær taki gildi 1. mánaðar þar á eftir. Í skólabyrjun að hausti geta nemendur komið inn í Frístund með litlum fyrirvara.

Frístund utan starfstíma skóla á sumrin þarf að skrá sérstaklega samkvæmt auglýsingu.

 

Greitt er fyrir Frístund samkvæmt gjaldskrá Húnaþings vestra

 

Eftir sumarfrí Frístundar og leikskóla eiga verðandi nemendur í 1. bekk skólans rétt á vistun.

 

 

Skóladagatal

Skóladagatal skólans má nálgast á heimasíðu skólans https://grunnskoli.hunathing.is/static/files/ISL2021/6.bekkur/skoladagatal-2021-2022a.xlsx.pdf 

 

Mötuneyti

Gert er ráð fyrir því að allir nemendur skólans fái morgunhressingu og hádegismat í skólanum og foreldrar greiða fyrir það samkvæmt útgefinni gjaldskrá ár hvert. Þeir sem vilja annað fyrirkomulag láti skólastjórnendur vita.  Mataráskrift er ekki felld niður (vika eða meira) nema foreldrar/starfsmenn óski þess með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.