Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 - 5. október 2020

Gestakomur í skóla- og frístundastarf 

Gestakomur miðast við brýna nauðsyn t.d. vegna barna í vanda. Öllum gestakomum sem ekki eru nauðsynlegar skal fresta.  Gestir þurfa að sýna ítrustu smitgát og bera grímur ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra fjarlægðarmörk.

Vettvangsferðir

Vettvangsferðir „í hús“, söfn o.fl. verða felldar niður.  Áfram verður farið í vettvangsferðir utandyra.  Skoðað verður sérstaklega með ferðir vegna valgreinahelgar á Blönduósi og í skólabúðir.

Mötuneyti

Hvatt er til þess að starfsfólk sem kemur að mötuneyti noti grímur og hanska þegar kemur að matarskömmtun og dreifingu mataráhalda.

Loftum vel

Mikilvægt er að tryggja góða loftræsingu og hafa glugga opna í rýmum þar sem skóla- og frístundastarf fer fram.

Fundir starfsmanna

Allir fundir verða nú á Google meet þar til annað verður ákveðið.

Persónubundnar smitvarnir

Áfram skal hafa skal spritt við sameiginlega snertifleti eins og ljósritunarvél, kaffivél, salerni o.þ.h. 

Viðtalsdagur

Engum foreldrum er heimilt að mæta til viðtals í skólann að þessu sinni. Öll viðtöl munu fara fram í gegnum síma. 

 

Skólastjórnendur