Námsferð 8.-10. bekkjar

Nemendur í 8.-10 bekk fóru í tveggja daga námsferð til Reykjavíkur þar sem þau fengu kynningu á skólum og fyrirtækjum. Gist var eina nótt allur hópurinn saman en í þessum bekkjum eru 60 nemendur og með þeim voru 5 starfsmenn skólans. Staðirnir sem þau fengu kynningu á voru, Háskólinn í Reykjavík, CCP-Games, Tækniskólinn, Íslensk Erfðagreining, Saga Film og Mennta-og starfsþróunarsetur Lögreglu.  Eftir fyrri daginn skellti hópurinn sér svo í Rush trampólíngarðinn til að fá útrás fyrir hreyfiþörfina.Ferðin gekk í alla staði vel, kynningar voru áhugaverðar og vel tekið á móti hópnum og voru nemendur skólanum til sóma.