Menningarmót í Grunnskóla Húnaþings vestra

Frá mánudeginum 26.10 til föstudagsins 30.10 munum við vinna verkefni sem heitir Menningarmót, sem er aðferð hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima nemenda. Verkefnið hefur verið unnið á Íslandi og í Danmörku árum saman - og nú er komið að því að það lendi hjá okkur

Við höldum Menningarmót í skólanum föstudaginn 30.10 þar sem nemendur sýna hverjir öðrum afraksturinn. Vinnunni verður miðlað með myndböndum og myndum til foreldra og á heimasíðu. Við munum við vinna með menningarhugtakið og skoða leiðir til að miðla lífi og menningu okkar til annarra. Verkefnið er skapandi leið til að vinna með heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna nr. 4.7 sem tengist meðal annars alheimsvitund og viðurkenningu á fjölbreyttri menningu. Samhliða verður uppbrot á stundaskrá alla vikuna þar sem nemendur fara í fjölþættar vinnustofur en skóladagurinn byrjar og endar hjá umsjónarkennurum.

Á Menningarmótum fá þátttakendur tækifæri til að hittast og kynna sína persónulegu menningu á skemmtilegan hátt og í hvetjandi umhverfi. Ekki er endilega um að ræða að miðla þjóðmenningu eða upprunamenningu heldur er markmiðið að nemendurnir varpi ljósi á það sem skiptir þau mestu máli eða vekur áhuga þeirra. Allir í hópnum eru bæði þátttakendur og áhorfendur.

Við hvetjum nemendurna til að nota margskonar tjáningarform á Menningarmótinu þar sem allir fá sitt eigið svæði.

Verkefnið þarf að undirbúa bæði heima og í skólanum og er ferlið jafn mikilvægt og mótið sjálft. Við viljum meðal annars biðja ykkur um að aðstoða barnið ykkar við að búa til tímalínu með mikilvægum atburðum í lífi og sögu þeirra. Allir nemendur þurfa að koma með box sem nota má sem fjársjóðskistu. Það getur verið skókassi, kassi undan morgunkorni eða annað sambærilegt sem hægt verður að vinna með, mála og skreyta.

Með því að horfa á þetta myndband er hægt að kynnast markmiðum verkefnisins nánar og fá innblástur. 

Sjá nánar á heimasíðunni www.menningarmot.is 

Með bestu kveðju 

Skólastjórnendur og Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri Menningarmótsins




*The Cultural Encounter Project t



What is culture? How many languages do we speak in our class? What makes us flourish as individuals and as a group?



From 26.-30.10 we will work on The Cultural Encounter Project which is a method that should shed light on the strengths and diverse cultures of the children. The project has been run in Iceland and Denmark for many years - and now it’s time to hold a Cultural Encounter in our school.



We will organize a Cultural Encounter on Friday 30th of October where wtudents will show to each other there work. We will work on what culture is and how we can mediate to others who we are, our life and culture. The project is a creative way to work on The Sustainable Development Goal nr. 4.7 which includes emphasis on global citizenship and appreciation of cultural diversity.

 

At the Cultural Encounter all participants get an opportunity to interact and introduce their culture and interests in a fun and lively way within an encouraging environment. The emphasis is not only to work with aspects of national culture or backgrounds – but first and foremost all individual interests and those things that matter the most in each and everyone’s life. Each individual is a participant and a spectator at the same time. 

 

We encourage the pupils to express themselves through multiple ways of expressions. All participants have their own individual zone and introduce their culture and interests in different ways. 

The Cultural Encounter is to be prepared both in the school and at home. We will therefore ask you to help your child with creating a timeline showing important events from their personal life and story. 


By watching the two videos below you can learn more about the goals of the project and find inspiration for your own presentation. 

Video 1

Video 2



See more about menningarmot at the homepage www.menningarmot.is 


 

 

Kind regards skólastjórnendur and Kristín R. Vilhjálmsdóttir, project manager