Menningarmót 26. - 30. október

 

  • Stundaskrá verður ekki í gildi næstu viku, nemendum er skipt í hópa þvert á bekki og unnið í menningarmótsverkefni og öðrum vinnustofum og stöðvum.

  • Skóladagurinn byrjar og endar með umsjónarkennara.

  • Verkefni sem verða unnin á menningarmóti og nemendur gætu þurft aðstoð við heima

 

    • Sól - nemendur búa til sól í skólanum þar sem þeir skrá í geislana hvað fær þau til að ljóma

 

    • Tímalína - nemendur búa til tímalínu á blaði þar sem þau skrá helstu viðburði í lífi þeirra - það gætu þurft að aðstoða nemendur heima við að rifja upp eða finna myndir sem eiga við þetta verkefni.









    • Fjársjóðskista - nemendur skreyta og búa til fjársjóðskistu sem þau setja í hluti sem eru þeim mikilvægir/verðmætir fyrir þá. Það getur þurft að koma með þessa hluti að heiman eða taka myndir af þeim.

  • Nemendur þurfa að koma með öskju, skókassa eða box undan morgunkorni sem má líma á, klippa og skreyta.