Lausar stöður

 80% stöður umsjónarkennara á yngsta stigi

Grunnskóli Húnaþings vestra leitar að metnaðarfullu, sjálfstæðu og drífandi starfsfólki með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi.

Í Grunnskóla Húnaþings vestra stunda um 140 nemendur nám við 1.-10.bekk. Lögð er áhersla á hvetjandi skólabrag og unnið eftir uppeldisstefnunni Jákvæðum aga. Starfsmenn skólans eru um 40 talsins.

Gott samstarf er milli skólastiga í Húnaþingi vestra og við tónlistarskóla. Árið 2022 var tekin í notkun ný 1200fm viðbygging við skólann sem skapaði enn betri umgjörð um skólastarfið og býður upp á fleiri þróunarmöguleika en áður. Tónlistarskóli Húnaþings vestra er staðsettur í sama húsnæði og grunnskólinn.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjónar- og bekkjarkennsla. 

Um er að ræða 80% störf og laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari

  • Reynsla af grunnskólastarfi

  • Þekking og reynsla á byrjendalæsi og PALS

  • Þekking og reynsla á jákvæðum aga

  • Hæfni til að tjá sig á íslensku í ræðu og riti 

  • Góð almenn tölvukunnátta

  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.

  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því í auglýsingu að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsókn sendist á eydisbara@skoli.hunathing.is 

Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eydís Bára Jóhannsdóttir, skólastjóri, í síma 455-2400, netfang: eydisbara@skoli.hunathing.is 

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2023