Jólakveðjur til íbúa

Hluti af þemadeginum í dag var vinna nemenda við að skrifa jólakveðjur til íbúa á Hvammstanga. Nemendur skrifa og skreyta spjöld með jólakveðju og hengja á hurðarhúna á Hvammstanga. Nemendur í dreifbýli fara einnig heim með kveðjur. 

1. og 2. bekkur fara og í Nestún með jólakveðjur og afhenda fólki á sjúkrahúsinu einnig kveðju.

Með þessu viljum við þakka þann meðbyr sem skólinn hefur notið í samfélaginu og minna á náungakærleikann. Ef einhverjir fá ekki kveðju á húninn hjá sér þá hefur eitthvað farið úrskeiðis í útburði en við sendum þeim engu að síður hugheilar jólakveðjur.