Heimsókn til FNV

FNV tók vel á móti nemendum 9. og 10. bekkjar um síðustu helgi. Nemendur fengu kynning á fjölbreyttu námi skólans þar sem verknámið vakti verðskuldaða athygli og áhuga. Að lokinni kynningu var pizzuveisla í skólanum og menningarkvöld í íþróttahúsinu að því loknu þar sem fjölbreytt atriði skipulögð af nemendafélagi skólans sáu um að skemmta áhorfendum.