Grunnskóli Húnaþings vestra áfram í Skólahreysti!

Grunnskóli Húnaþings vestra er einn af fimm uppbótaskólum í úrslitum Skólahreysti 2022. Þetta var tilkynnt rétt í þessu. Liðið og stuðningsmenn þess fara á keppnina laugardaginn 21. maí.

Til hamingju skólahreystilið með þennan góða árangur og vera eitt af 12 liðum með bestan árangur yfir landið og komin í úrslit.