Gagnbraut

Íbúar í Húnaþingi vestra                                  

Kærar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa aðdáunarverða tillitsemi þegar nemendur fara yfir Hvammstangabraut í mat í félagsheimili. Það hefur þó komið fyrir að ökumenn stöðvi ekki þegar nemendur bíða við gangbraut. Vil ég því minna á að frá kl. 9:00 og til kl. 13:00 virka daga má búast við nemendum í hópum sem fara yfir Hvammstangabraut.  Mikilvægt er að ökumenn aki varlega og veiti gangandi umferð nemenda sértaka eftirtekt.

Sigurður Þór Ágústsson

Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra