Fundargerðir 3. bekkjar

23. nóvember

  • Farið yfir bekkjarreglurnar.
  • Allir tóku þátt í þakkarhringnum.
  • Frímínúturnar ræddar og lausnir fundnar.
  • Sundlaugin var rædd.
  • Allir enduðu í þakkarhringnum.

30. nóvember

  • Ræddum markmiðin í stærðfræðinni.
  • Ýmis samskipti í frímínútum og matsal rædd.
  • Allir komu með hrós.

14. desember

  • Allir tóku þátt í þakkarhringnum.
  • Farið yfir samskipti við aðra. Velt upp hugmyndum hvað við getum gert til að bæta

         Samskiptin og hvert við getum leitað.

  • Allir vilja meiri tíma í tölvuvinnu til að gera sögur og ýmislegt meira.
  • Allir fengu að koma með bæði neikvæða og jákvæða punkta. Þetta gekk vel.

4. janúar 2023

  • Allir boðnir velkomnir eftir gott jólafrí.
  • Farinn var þakkarhringurinn og allir tóku þátt.
  • Krakkarnir fengu hrós.
  • Orðasamskipti á milli nemenda rædd og unnið að lausnum.

11. janúar

  • Gekk vel að koma í hring og allir fengu hrós fyrir það. Kom hrósi til skila frá öðrum kennurum

         sem kenndu í fjarveru minni.

  • Uppröðun á borðum rædd. Flestir eru mjög ánægðir með uppröðunina og líður vel.
  • Fótboltavöllurinn ræddur og orðasamskipti sem koma upp í frímínútum. Unnið í lausnum.