Fundargerð 4. bekkjar

Bekkjarfundur 4.bekkjar 16.mars 2023.

Rætt um muninn á „að hata“ og „líka ekki við“ þar sem kennari hefur orðið, að hennar mati, full oft vitni að því að nemendur noti orðið – að hata – um aðra einstaklinga og hluti. Löng og góð umræða um þetta.

Rætt um fótboltavöllinn og allir sammála um að gangi miklu betur eftir að reglur komu á, lítið um árekstra og þá allir fljótir að vinna úr þeim.

Málefni nemenda úr öðrum bekkjum rædd.

Rætt um kyn og kynjabreytingar og hvernig allir mega bara vera nákvæmlega eins og þeir vilja. Rætt um mun á milli landa og trúarhópa hvernig er staðið að þeim málum og eins hvernig bera skuli virðingu fyrir ákvörðun hvers og eins.

Nemendur benda kennara á að enn einu sinni séum við komin yfir á tíma svo kennari er fljót að slíta fundi.