Fundargerð 4. bekkjar

Bekkjarfundur 4.bekkjar 7.mars 2023

Kennari ræddi um frímínútur og hegðun þar. Kvartanir hafa borist yfir ákveðnum aðilum og hegðun þeirra og ræddi kennari almennt við alla um hegðun í frímínútum og hvernig eigi að koma fram.

Samskipti á milli bekkja rædd og nemendur komu með hugmyndir um úrbætur.

Stuðningsfulltrúi kom með ábendingu varðandi matsalinn um umgengni þar. Umgengnin hefur versnað mikið og voru allir sammála um að þetta þyrfti að bæta. Ræddu stuðningsfulltrúi og kennari um að hver verði að bera ábyrgð á sér og sinni umgengni og að allir séu matsalsverðir.

Fundi slitið eftir langar umræður.