Fundargerð 3. bekkjar

Bekkjarfundur 3.bekkjar 10.janúar 2022

Fyrst fengu allir nemendur tíma til að lýsa jólunum hjá þeim og hvernig hefði verið í jólafríinu. Allir nemendur nefndu að það væri gaman að vera komin aftur í skólann.

Rætt um samskipti og nefndi kennari að henni hefðu borist nokkrar ábendingar um að nemendur væru ekki alveg að koma nógu vel fram við aðra nemendur og eins að einhverjir væru jafnvel að láta hnefana tala.

Farið yfir hvað sé góð framkoma og eins mikið rætt um hvað geti sært aðra og hvernig okkur líði þegar einhver segir ljóta hluti við mann.

Kennari ræddi um hvað það skiptir líka miklu máli að skipta sér af, ekki bara horfa á ef einstaklingar eru leiðinlegir/vondir við aðra. Kennari sagði frá því hvernig hún hefur alltaf séð eftir því, þegar hún var nemandi, og var ítrekað vitni að einelti og gerði aldrei neitt í því. Í framhaldi af því spunnust miklar umræður um hvað sé best að gera í svona aðstæðum og hvert á að snúa sér ef nemendur þora ekki að skipta sér beint af aðstæðum.

Góður fundur þar sem allir tóku virkan þátt og létu sig málið varða. Við ætlum að sjá hvernig þessi vika gengur og hafa framhaldsfund í næstu viku.