Framhaldið í skólanum

Foreldrar og forráðamenn

Svör bárust frá 57 heimilum og yfirgnæfandi meirihluti leggur til að skólahald verði með sama hætti og verið hefur undanfarnar vikur. Skóli verður því lokaður næstu 4 daga fyrir páskaleyfi.

Það verður því áhersla á fjarnám fram að helgi. Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí er föstudagurinn 3. apríl.

Foreldrum sem lenda í vandræðum með börn sín vegna atvinnu sinnar er bent á að hafa samband við skólastjórnendur og reynt verður eftir fremsta megni að finna lausnir á því. Það á bæði við þessa viku og dymbilviku.

Þegar sóttkví lýkur á morgun mega nemendur hittast en hafa skal í huga að nemendur blandist sem minnst milli árganga þar sem það er hægt. Minnum á tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga.

Förum varlega í samskiptum því ekkert okkar vill lenda aftur í sóttkví í tvær vikur í viðbót. Hlýðum Víði.

Skólastjórnendur.