Söngvarakeppni 2020

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra haldin fimmtudaginn 16. janúar sl. Umsjónarmaður keppninnar var Valdimar Gunnlaugsson. Alls voru 15 hæfileikaríkir nemendur í 16 atriðum sem tóku þátt og mætti Landinn á RÚV á svæðið, tók upp keppnina og viðtöl við nemendur. Metnaðarfull og skemmtileg kvöldstund sem skipuleggjandi, nemendur og hljómsveit eiga mikið hrós skilið fyrir.   Hljómsveitarmeðlimir voru: 
Guðmundur Hólmar Jónsson gítar og hljómsveitarstjóri
Sigurvald Ívar Helgason trommur
Aðalsteinn Grétar Guðmundsson hljómborð
Valdimar Gunnlaugsson bassi og
Guðmundur Grétar Magnússon á gítar.
 
 
 
Úrslit 4-7.bekkur:
1.sæti Ísey Lilja með lagið Six feet under með Billie Eilish
2.sæti Valdís Freyja með lagið Lifandi vatnið eftir Ásgeir Trausta
3.sæti Arna Ísabella og Steinunn Daníella með lagið Líf
 
Frumlegasti flutningurinn Ástvaldur Máni með lagið Gangsta's Paradise með Coolio
 
Úrslit 8-10.bekkur:
1.sæti Ásdís Aþena með lagið When I was your man með Bruno Mars og mun hún því flytja lagið 24.janúar á Akureyri þar sem fram fer NorðurOrg, söngvarakeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi. 
 
Frumlegasta lagið Guðmundur Grétar og Ásdís Aþena með frumsamið lag eftir Guðmund Grétar