Emil í Kattholti

Í hádeginu í dag sýndi 4. bekkur yngri nemendum og foreldrum sínum valin atriði úr leikverkinu Emil í Kattholti. Nemendur sáu sjálfir um handrit og búninga og stóðu mest að æfingum sjálf einnig. Skemmtileg sýning sem lífgaði upp á daginn. Þá er gaman að segja frá því að þau hafa einnig sýnt nemendum leikskólans leikverkið.