Danskt verkefni

Í dönskutíma nú í vikunni var lagt verkefni fyrir nemendur 10.bekkjar, þar sem þau áttu að velja sér viðfangsefni þar sem þau segðu frá um einhverju sem einkennir Danmörku eða er danskt. 
Svo átti að skila verkefninu til kennarans og kynna það fyrir bekknum með glærusýningu.
Einn nemandinn tók þetta skrefinu lengra. 
Verkefnið hans fjallaði um danskt smørrebrød og svo færði hann Pálma og Valda sem er stuðningsfulltrúi í bekknum þetta gómsæta og sérlega fallega smørrebrød.