Breytingar á greiðsluþátttöku barna vegna talmeina-, skjúkra- og iðjuþjálfunar.

21. gr. Greiðsluþátttaka sjúkratryggðs.

Greiðslur sjúkratryggðra einstaklinga fyrir þjálfun skv. 20. gr. skulu vera sem hér segir:

1. Sjúkratryggðir almennt, 90% af umsömdu heildarverði, sbr. þó 3. gr.

2. Aldraðir og öryrkjar, 2/3 af af því sem sjúkratryggðir greiða almennt, sbr. þó 3. gr.

3. Börn á aldrinum tveggja ára til og með 17 ára með tilvísun skv. 20. gr., ekkert gjald, annars 1/3 af því sem sjúkratryggðir greiða almennt fyrir komuna, sbr. þó 3. gr.

4. Börn yngri en tveggja ára og börn með umönnunarmat greiða ekkert gjald.

 

Í eldri reglugerð, nr. 166/2014 greiddu börn undir 18 ára 23% af umsömdu heildarverði fyrir fyrstu 30 meðferðarskiptin svo þetta er umtalsverð breyting í þágu foreldra barna sem þurfa þessa þjónustu með og því ber að fagna.

 

Tengill á gjaldskrár: http://www.sjukra.is/um-okkur/fjarhaedir-og-gjaldskrar/