Bekkjarfundur hjá 5. bekk 15. október

5. bekkur hélt bekkjarfund mánudaginn 15. október. Þar var rætt um fótboltavöllinn, samskipti og umgengni þar. Stungið var upp á þeirri reglu að lágmark 4 þurfi að snerta boltann áður en skotið er á markið.

Árshátíðar mál. Rætt var þemað og skrifað niður hugmyndir að leikritum fyrir bekkinn. 

Símareglur. Meðvituð um þær en ekki eru þær að fara að breyta neinu hjá þeim þar sem 5. bekkur hefur ekkert verið að nota síma í skólanum.