Bekkjarfundur hjá 5. bekk

Fundargerð 5. bekkjar 25. janúar 2019

1.       Lásum fundargerð nemendaráðs og ræddum hvern lið. Við höfum ekki fengið nein spil svo við bjuggum til nýjan lista af spilum sem verður sendur inn til skólastjóra. Kennari sagði þeim frá því hvað Skólapúlsinn er. Við óskum 8. bekk til hamingju með pizzaveisluna eftir síðustu bekkjarkeppni. Þegar kom að skólareglunum sögðu krakkarnir frá því að þeir sæju oft móta fyrir síma í rassvösum unglinganna og einnig síma í notkun. Þá barst talið að símanotkun unglinganna á klósettinu og að nemendum 5. bekkjar væru reknir þaðan út eða meinaður aðgangur að klósettunum af eldri nemendum. Eitt og annað persónulegra rætt varðandi þetta. Við viljum að nemendadagurinn verði haldinn og sendum margar fínar tillögur með okkar fulltrúa á næsta nemendaráðsfund.

2.       Þar sem borið hefur á útilokun ítrekaði umsjónarkennari að útilokun sé hluti af einelti og á ekki að viðgangast.​