Bekkjarfundur hjá 2. bekk

Á bekkjarfundinum var rætt um frímínúturnar. Krakkarnir eru duglegir að renna sér á rassaþotum í brekkunni fyrir neðan skólann.

Við þurfum að sýna hvort öðru tillitsemi því það eru ekki nægilega margar þotur fyrir alla svo það þarf að skiptast á.

Við ræddum um að ganga ekki upp brekkuna á móti þeim sem renna sér niður .

Við þurfum líka að passa okkur að renna okkur ekki út á götuna.

Við höfum æft okkur í nokkurn tíma í að tala fallega við aðra. Við ætlum að æfa það lengur og einnig ætlum við að vinna í því að ,, vera góður vinur.”