Bekkjarfundur hjá 2. bekk

Farið var yfir hvernig hefði gengið að hrósa og segja falleg orð bæði í skólanum og heima. Þeim fannst að þau þyrftu að passa sig betur og ætla virkilega að vanda sig í næstu viku.

Lesin var bókin um Öddu og rætt um fyrsta kaflann þar sem segir frá hvernig henni leið hjá Birnu gömlu og hvernig krakkarnir komu fram við Öddu litlu.