Bekkjarfundur 9. bekkjar

Bekkjarfundur í 9.bekk fimmtudaginn 9.september.

 

Dagskrá:

  1. Pitsupartý. Rætt um hvenær ætti að halda það. Pitsupartýið eru verðlaun frá skólanum fyrir að skila inn flestum fundargerðum frá bekkjarfundum á sl . skólaári.

Ákveðið að hafa það í október þegar smalamennskur verða búnar og allir geta mætt.

 

  1. Borðaskipan. Ákveðið að hafa óbreytta borðaskipan. Umsjónarkennari sagði það undir nemendum komið að hafa þetta svona óbreytt. Ef ekki væri vinnufriður yrði borðaskipan breytt.

 

  1. Rætt um útiskyldu í frímínútum.

 

  1. Rætt um vinnufrið í tímum.