Bekkjarfundur 4. bekkjar

Fundargerð 4.bekkjar 13.september

# Byrjað á því að fara þakkarhring. Endað hringinn á því að þakka fyrir Jónas og Ásu, gæludýrin okkar sem eru húsflugur.

# Kennari hrósaði nemendum fyrir dugnað og jákvæðni.

# Nemandi kom með fyrirspurn um hvenær hægt sé að hafa frjálst. Kennari benti á að lítið sé búið af skólanum en þar sem þau séu búin að vera mjög dugleg skuli hún skoða málið og sjá hvort ekki verði hægt að koma því inn í dagskrána bráðum.