Bekkjarfundur 4. bekkjar

 

# Rætt um skólabyrjun og nemendur ánægðir með hana. Kennari nefnir að nemendur séu búin að vera mjög dugleg og jákvæð í skólabyrjun.

# Samskipti byrja vel og allir sammála um það og eins að almenn gleði sé í hópnum.

# Farið yfir hvað er á döfinni í náminu og eins nefnir kennari að við munum starfa að nokkrum verkefnum með 3.bekk í vetur.

# Nemendur benda kennara á að hún hafi gleymt þakkarhringnum og lofar hún bót og betrun.

Fundi slitið.