Bekkjarfundur 3. bekkjar

Fundargerð 3.bekkjar 27.apríl 2022

# Rætt um hvernig gengur á fótboltavellinum og eru allir nemendur sammála að það gangi mun betur eftir að farið var að nota skiptingu eftir stigum aftur.

# Nemendur vildu ræða um samskipti og fór kennari þá yfir hvernig allir geta misst stjórn á skapi sínu og sagt eða gert eitthvað sem þeir sjá eftir. Kennari fór yfir hvað það skiptir þá miklu máli að biðjast afsökunar á hegðun sinni. Nefndu nemendur nokkur dæmi þar sem þeir sögðu eitthvað í reiði og báðust afsökunar og hrósaði kennari þeim fyrir.

# Í framhaldi af því var aftur talað um 4.bekkinga og framkomu þeirra.

# Ákveðið var að hafa gleði eftir hádegi á föstudaginn næstkomandi, nánari dagskrá kemur síðar.