Bekkjarfundur 3. bekkjar

Bekkjarfundur 3.bekkjar 21.október

1. Nemendur tala um að góð samskipti séu að mestu leyti í bekknum. Aðeins hefur verið um árekstra og verið er að vinna úr þeim málum.

 

2. Nemendur báðu um að fá smá hrekkjavökupartý næsta föstudag, 29.okt., kennari sagðist skoða málið og að það væru alveg góðar líkur á því að hægt verði að hafa smá gleði.

 

3. Gengið vel í námi og frímínútum og hrósaði kennari nemendum fyrir að aldrei sé kvartað undan þeim og hegðun þeirra í frímínútum.

 

4. Rætt um að nemendur eigi að fara eftir fyrirmælum stuðningsfulltrúa og annarra starfsmanna jafnt og kennara.