Bekkjarfundur 3. bekkjar

Bekkjarfundur 5. október 2021
1. Rætt um hvernig gengið hefur og nemendum hrósað fyrir áframhaldandi dugnað og
jákvæðni.
2. Það hefur borið á því að verið sé að hækka stóla mikið yfir daginn og nemendur alltaf að
vesenast í stólum. Rætt um að hætta því og ætla nemendur að taka sig á.
3. Enn og aftur er umræðan um að æfa sig að fara eftir fyrirmælum og eru kennari og
nemendur sammála um að þetta sé allt í rétta átt en þau þurfi að halda áfram að æfa sig.
4. Rætt um samskipti og hvernig þau hafi gengið, gengið vel á meðal bekkjarfélaga.
5. Nemendur nefna nokkra eldri nemendur sem eru að ýta, stríða og meiða á fótboltavellinum.
6. Nemandi talar um eldri nemanda sem er að segja ljóta hluti við hann og stríða honum.
7. Sérkennari ræðir um að á meðan sumir nemendur hafi setið alveg kyrrir og hlustað á allt og
ekki verið með neitt vesen að þá hafi kennari þurft að nefna nöfn annarra allavega 15x!                                                                                  8. Rætt um umgengni í fatahengi og annars staðar og að bæta þurfi úr henni.