Bekkjarfundur 3. bekkjar

Bekkjarfundur 3.bekkjar 21.september

# Rætt um hvernig er búið að ganga og eru allir enn duglegir og jákvæðir.

# Farið yfir eineltishringinn og málin mikið rædd. Nemendur höfðu sterkar skoðanir og spunnust miklar umræður um gerendur, þolendur, áhorfendur og hvernig eigi að bregðast við aðstæðum.

# Ákveðin nokkur hlutverk sem nemendur taka að sér í skólastofunni og víðar. Nemendur voru mjög áhugasamir um þetta og komu margar góðar hugmyndir. Við ákváðum að lokum að byrja með þrjú störf og komu þau frá nemendum. Störfin eru eftirfarandi:

=> 2 umsjónarmenn sjá um að umgengni í stofunni verði góð og er hver vakt heil vika.

=> 2 forystusauðir fara á undan hópnum í morgunmat og hádegismat og passa upp á að enginn hlaupi á göngunum. Hver vakt er heil vika.

=> 1 nemandi er umsjónarmaður lærdóms og hjálpa kennara og stuðningsfulltrúum að fylgjast með hvort það séu ekki örugglega allir að halda sér við efnið. Hver vakt er einnig heil vika.