Bekkjarfundir 10. bekkjar

Á bekkjarfundi 10. bekkjar þann 17. janúar var eftirfarandi rætt:

  1. Frágangur og umgengni. Rætt var um frágang og umgengni almennt, umgengni á sögnvarakeppni með slakara móti og jafnframt má bæta ýmislegt varðandi umgengni í kennslustofum. Umsjónarkennari hvatti nemendur til að hjálpast að við að ganga vel um og minna hvert annað á ef einhverjir eru að gleyma sér í þessum efnum.
  2. 10. bekkjarferðalag. Nemendur byrjuðu að safna hugmyndum fyrir dagskrá ferðalagsins í vor. Stefnt að því að allir komi með sínar hugmyndir/óskir á næsta bekkjarfund.

Á bekkjarfundi 10. bekkjar þann 24. janúar var eftirfarandi rætt:

  1. Nemendadagur. Fulltrúar nemendaráðs könnuðu áhuga á því að halda daginn, og fengu tillögur. Niðurstaðan er sú að 10. bekkur hefur áhuga á að halda nemendadag ef allir taka þátt í honum, bæði nemendur og starfsfólk.

Hugmyndir fyrir nemendadaginn: Símar leyfðir þann, sundlaug í boði/fatasundspartý, nemendur ráði matseðlinum yfir daginn, skipta t.d. tíma í íþróttahúsi og sundlaug milli aldurstiga.

  1. Morgunverður. Rætt um morgunverð í skólanum en hluti nemenda telur þörf á meiri fjölbreytni, t.d. fleiri áleggstegundum.
  2. Ný húsgögn. Fulltrúar nemendaráðs tilkynntu að von er á nýjum húsgögnum bráðlega, nemendur hvattir til að passa upp á umgengi og láta vita ef hún er ekki í lagi.
  3. Umsjónarkennari kynnti nýsköpunarkeppni ungs fólks 13-16 ára.
  4. 10. bekkjarferðalag. Nemendur bekkjarins héldu áfram að safna hugmyndum fyrir dagskrá ferðalagsins í vor. Stefnt að því að byrja að velja úr hugmyndum á næsta bekkjarfundi.