Akstur leikskólabarna

Foreldrar geta sótt um akstur fyrir leikskólabörn á leið í leikskóla ef aukasæti eru í skólabíl að staðaldri.

Foreldrar sjá til þess að nauðsynlegur sætisbúnaður, s.s. bílstólar fylgi þeim börnum. Tveir elstu árgangar nemenda í leikskóla eiga möguleika á þessa þjónustu. Aldur barns ræður forgangi.

Foreldrar leikskólabarna skulu aka í veg fyrir skólabíl og ákveða hvar barnið fer upp í skólabíl í samráði við bílstjóra. Bílstjóri þarf aldrei að stækka bifreið sína vegna leikskólabarna og ræður skráður sætafjöldi bifreiðar því.

Bílstjóri skal aðstoða börn inn og út úr bíl eftir þörfum við skóla og leikskóla en foreldrar við heimili. Sérstaklega skal hann hafa aðgát ef börnin eru ung eða veður og aðstæður kalla á aðstoð.

Sótt er um akstur undir flipanum eyðublöð eða hér