4. bekkur í heimsókn á Sjúkrahúsinu.

Í þetta sinn er það 4. bekkur sem nú annað árið í röð útbjuggu gjafir fyrir íbúa og færðu þeim.

Nemendur útbúa blað með einhverri skrýtinni staðreynd á og skreyta það.

Ferðin var yndisleg, nemendur sungu tvö lög fyrir fólkið og spjölluðu líka heillengi við þau. Nemendur fengu líka piparkökur sem þeim þótti ekki leiðinlegt! 
Við þökkum íbúum og starfsfólki sjúkrahús fyrir frábærar móttökur og gott samstarf.  Þetta er okkur mikilvægt og mikil skemmtun fyrir nemendur.