33. fundur matsteymis

Matsteymi 033 fundur 

3. maí  2022

Mættir:

Sigurður Þór Ágústsson, Lára Helga Jónsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir, Dagrún Sól Barkardóttir, Eydís Bára Jóhannsdóttir. 


1. Haldið áfram innra mati samkvæmt 3 ára áætlun

1.3 Samvirkni í stefnumótun

Eftir á að gera starfsreglur fyrir skólaráð. Skólastjóra falið að vinna að því með skólaráði.

1.4 Umbætur og innleiðing breytinga. 

Settir inn áhersluþættir í innra starfi til að fylgja eftir í matsferlinu.

2. Kennsluáætlanir. Matsteymi samþykkir að í lok hvers skólaárs uppfæri kennarar kennsluáætlanir og staðfesti að þær gefi góða mynd af námsefni, hæfniviðmiðum og efnistökum vetrarins.

3. Viðurkenningar eða texti um styrkleika. Matsteymi ræddi niðurstöður stigsfunda og ljóst er að skiptar skoðanir eru um málið. Matsteymi er sammála um það að sterk fagleg rök séu fyrir því að setja saman texta um styrkleika nemenda í 10. bekk við útskrift í stað þess að velja fáa og veita þeim viðurkenningar. Grunnskólaganga er ekki val og ekki keppni en allir hafa sínar sterku hliðar, sumir fleiri en aðrir og það komi þá fram. Það sem annars kæmi fram í formi viðurkenninga kæmi þá einnig fram í texta um styrkleika hvers og eins. Tillaga að framkvæmd er að útbúin verða docs skjöl þar sem allt starfsfólk getur sett inn punkta um styrkleika nemenda í 10. bekk. Umsjónarkennari dregur svo saman textann og gerir hann heildstæðan. Frestur til að skrá styrkleika er til og með 20. maí. Textinn fer í umslag með vitnisburði og er lesinn upp þegar vitnisburður er afhentur.  Skólastjóri tilkynnir hvenær skjölin verða tilbúin.